Sultuhundur

Hæ,

Var að fá gælunafnið sultuhundur...ekki viss hvað mér á að finnast...en alltaf heiður...held ég. Ferskjumarmelaði er æskilegt.

Annars er fátt að frétta. Ég er búinn að keyra um Jótlandið eins og MóFó. Fyrirtæki sem ég hef heimsótt upp á síðkastið eru Danfoss, RedGreen, Bosweel og fleiri. Ansi gaman að sjá flóruna hjá Dananum. Þeir eru á uppleið blessaðir þó landið sé ekki nema um40% af stærð íslands svona give or take.Þeir eru bara ekki að ná þessu blessaðir.

Að lokum vil ég benda konum á að rétturinn til að ropa á almannafæri er alfarið karla. Þið fenguð rað.....næginguna svo endilega leyfið okkur að halda einhverju eftir.

kveðja,

Arnar Thor

Ummæli

Addý Guðjóns sagði…
Kommon... þetta með ropann er jafnrétti! Þið fenguð prumpið þegar við fengum rað...næginguna! Svo við skulum halda ropanum fyrir utan þessa umræðu! Hehehe...
Annars ertu ávallt velkominn í kaffi eða öl.
Kveðjur úr sultunni,
Addý and the gang.

Vinsælar færslur